Heimsókn í Dómkirkjuna í Reykjavík
Nú er komið að því að heimsækja Dómkirkjuna. Þar tekur á móti okkur Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur og sýnir okkur kirkjuna, segir sögu hennar og spjallar við okkur um málefni sem tengjast kirkjunni og gripum hennar. Við hittumst þar kl. 11.00 fimmtudaginn 24. febrúar.
Nauðsynlegt er að skrá sig en þessi fundur er öllum að kostnaðarlausu.
Áætlað er að fara svo og borða hádegisverð saman og ræða upplifun fundarins og önnur mál eins og við höfum gert í menningarhópnum, þar borgar hver fyrir sig. Við tökum frá sæti á veitingastað og tilkynnum staðinn í tölvupósti til félagsmanna.
Hlökkum til að sjá sem flest ykkar í Dómkirkjunni.
Með bestu kveðju frá menningarhópi.
Staðsetning
Dagur
- 24.02.2022
- Expired!
Tími
- 11:00 - 12:30
Uppbókað!
The event is finished.
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30