Hamingja þessa heims
Þriðjudaginn 14. mars kl. 16.30 kemur Sigríður Hagalín í Hæðargarð 31, hún ætlar að lesa upp úr nýjustu bók sinni Hamingja þessa heims og segja frá tilurð hennar.
Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, og fátt hefur varðveist um hana annað en nokkur feyskin skjöl og munnmælasögur. Sigríður Hagalín Björnsdóttir rifjar hana upp í skáldsögunni Hamingja þessa heims, sem kom út í nóvember sl. Persónur eins og Ólöf ríka Loftsdóttir, Björn Jórsalafari Einarsson, Loftur riddari Guttormsson og hinn leyndardómsfulli Skáld-Sveinn stíga ljóslifandi fram úr blámóðu tímans, og sagnfræðingurinn Eyjólfur Úlfsson situr í útlegð í Dölunum eftir ágjafir #metoo-byltingarinnar og reynir að átta sig á samtíma sínum – og okkar – um leið og hann leiðir lesandann í gegnum sögu 15. aldarinnar.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir stundaði nám í sagnfræði og spænskum bókmenntum við Háskóla Íslands og einnig við háskólann í Salamanca á Spáni. Frá árinu 1999 hefur Sigriður starfað, með hléum, hjá Ríkisútvarpinu. Sem fréttamaður og fréttaþulur, fréttaritari í Kaupmannahöfn, haft umsjón með Kastljósi og Silfrinu auk annars. Hamingja þessa heims er fjórða bók Sigríðar, sú fyrsta Eyland kom út 2016, Hið heilaga orð 2018 og Eldarnir 2020.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 14.03.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Sigríður Hagalín BjörnsdóttirFréttamaður, sagnfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30