Viðburðinum hefur verið frestað – Glæpasagnadrottningin Agatha Christie – Ævi og hugarheimur
Viðburðinum hefur verið frestað vegnaa ófærðar og veðurs.
GLÆPASAGNADOTTNINGIN AGATHA CHRISTIE – ÆVI OG HUGARHEIMUR
Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og fararstjóri fjallar um ævi og hugarheim Agöthu Christie í Hæðargarði 31 þriðjudaginn 28. október kl. 16:30.
Breski rithöfundurinn Agatha Christie (1890-1976) var einstaklega afkastamikil. Hún skrifaði 66 glæpasögur, 14 smásagnasöfn, 19 leikrit og sex skáldsögur undir skáldanafninu Mary Westmacott. Áætlað er að bækur hennar hafi selst í yfir tveim milljörðum eintaka. Músagildran, hennar þekktasta leikrit, heldur heimsmetinu fyrir lengstu samfelldu sýningaröð í heimi og er enn á fjölunum í London.
Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og fararstjóri hefur kynnt sér Agöthu sérstaklega og leiðir fræðslu um hana í ferðum Skotgöngu um slóðir hennar í Englandi. Kristín Linda starfar á eigin sálfræðistofu á Selfossi, er fyrrverandi blaðamaður og ritstýrði tímaritinu Húsfreyjunni í 20 ár. Hún heldur margskonar fræðslufyrirlestra og námskeið bæði sem sálfræðingur og fararstjóri með Skotgöngu, sjálfsræktarferðir, upplifunarferðir og ferðir í fótspor Jane Austen og Agöthu Christie.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 28.10.2025
- Útrunnið!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Kristín Linda Jónsdóttirsálfræðingur og fararstjóri
Næsti viðburður
- Englar – námskeið, framhald
-
Dagur
- 18 nóv 2025
-
Tími
- 16:30