GERVIGREIND OG SPJALLBOTTAR

Spjallbottar (e. Chatbots) eru hugbúnaður á netinu sem gerir okkur kleift að spjalla við s.k. gervigreind.
Kynning með leiðbeiningum um notkun spjallbotta verður haldin á vegum U3A Reykjavík, mánudaginn 6. október kl. 16:30-18:30.
Þessi kynning er hugsuð fyrir byrjendur sem enga reynslu hafa af notkun spjallbotta og því verður farið í undirstöðuatriðin með dæmum.
Kynnt verða helstu hugtök í notkun spjallbotta og leiðbeint um aðgang og notkun á hugbúnaðinum.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi hlýtt á eða muni hlýða á erindi tengd gervigreind, flutt hjá U3A Reykjavík 23. og 30. október.
Þátttakendur verða að hafa með sér tölvu og vera sjálfbjarga við einföldustu aðgerðir varðandi internetið.
Hámarksfjöldi er 20 manns hverju sinni.
Ekki verður tekið á móti öðrum á kynningunni en þeim, sem hafa fengið staðfestingu fyrir skráningu!
Kynningin verður endurtekin ef eftirspurn verður meiri en komast að nú.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 06.10.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Næsti viðburður
- Varanlegur friður eða heimsstyrjöld
-
Dagur
- 07 okt 2025
-
Tími
- 16:30