Alþingiskosningarnar 2021 – Hvert stefnir?
Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri fjallar um væntanlegar Alþingiskosningar. Hann mun þar velta fyrir sér hvert stefnir í kosningunum? Framlengt stjórnarsamstarf, óvæntar vendingar eða stjórnarkreppa?
Í erindinu verður rýnt í fylgisþróun flokkanna í könnunum frá því síðastliðið vor. Reynt verður að ráða í fylgisstrauma og loks meta líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi eða hvort eitthvað annað verður uppi á teningnum.
Grétar lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Háskolanum í Gautaborg árið 1999. Hann hefur starfað við Háskólann á Akureyri síðan þá að undanteknum þremur árum á Bifröst. Hann hefur verið prófessor við HA síðan 2008. Hann hefur lengi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á erlendum fagvettvangi. Þá hefur hann til áratuga verið álitsgjafi íslenskra fjölmiðla um stjórnmál.
Fyrirlesarinn verður staðsettur á Akureyri. Erindinu verður streymt að venju, en þau sem vilja koma saman í Hæðargarði 31, njóta þar erindisins og fylgjast með af tjaldi, eru hjartanlega velkomin, en þurfa að skrá þátttöku. Hámarksfjöldi í sal markast af sóttvarnarreglum. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 14.09.2021
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Grétar Þór Eyþórssonstjórnmálafræðingur
Grétar lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Háskolanum í Gautaborg árið 1999. Hann hefur starfað við Háskólann á Akureyri síðan þá að undanteknum þremur árum á Bifröst. Hann hefur verið prófessor við HA síðan 2008. Hann hefur lengi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á erlendum fagvettvangi. Þá hefur hann til áratuga verið álitsgjafi íslenskra fjölmiðla um stjórnmál.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30