U3A Reykjavík hefur gerst aðili að samtökunum Almannaheill – samtök þriðja geirans.
AÁ heimasíðu samtakanna almannaheill.is segir: Aðild að Almannaheill geta þau almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir fengið sem eru með almennan aðgang og lýðræðislega stjórnarhætti, eru skráð eru hjá hinu opinbera og er ætlað að vinna að heill ótiltekins fjölda manna án hagnaðarsjónarmiða þeirra sem reka og stýra félaginu.
Stjórn U3A Reykjavík mat það svo að markmið okkar félags um fræðslu og virkni féllu vel að áherslum samtakanna Almannaheill.