Í ár eru 10 ár síðan U3A – Háskóli þriðja æviskeiðsins kom til Íslands og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir réðst í að stofna U3A Reykjavík. Laugardaginn 15. október nk. höldum við málþing til að fagna þessum áfanga í starfi félagsins. Yfirskriftin er: Seinni hálfleikur, fræðsla og virkni alla ævi.
Málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13:00. Undirbúningsnefnd hefur fengið frábæra fyrirlesara sem flytja stutt og snörp erindi. Uppistandarinn Ari Eldjárn er síðastur á dagskrá og síðan verður boðið upp á samveru, spjall og léttar veitingar.
Dagskrá og skráning hér.
Félagsfólk er hvatt til að taka daginn frá en opnað verður fyrir skráningu um leið og dagskráin verður birt. Málþingið er opið öllum og enginn aðgangseyrir.