Jólafundur U3A Reykjavík var haldinn í sal á veitingastaðnum Nauthól 4. desember 2024. Um 30 manns nutu samverunnar og frábærrar fræðslu Dagrúnar Óskar Jónsdóttir þjóðfræðings sem hún nefndi Gömlu, gleymdu jólafólin. Hún rakti hvernig Grýka og hennar hyski allt hefur breyst frá því að vera mannætur og hrekkjalómar í þá notalegu jólasveina sem nú gefa börnum góðgæti í skóinn á jólaföstu.
Í samveru og spjalli fundaargesta rifjaðist upp ýmislegt frá þeirra eigin reynslu af þessum jólagestum. Takk fyrir samveruna þið sem þarna voruð.