Á aðalfundi U3A Reykjavík sagði Ingibjörg frá undirbúningi að stofnun félagsins á Íslandi fyrir 10 árum. Hún fann upplýsingar U3A á netinu og byrjaði að fylgjast með þeim erlendis. Skráði sig á alþjóðaráðstefnu U3A í Indlandi 2010 og tók þátt í henni. Í framhaldinu varð til hugmyndin að stofnun U3A á Íslandi og Ingibjörg fékk félagsmiðstöðina í Hæðargarði í samstarf um málið. Fjórar konur voru í undirbúningsnefnd og fyrsti fundur þeirra var 4. janúar 2012. Stofnfundur U3A var haldinn 18. mars 2012 og þar mættu 18 manns. Þeir sem gengu í samtökin á fyrsta starfsárinu, alls 48 voru skráðir stofnfélagar.
Ingibjörgu var færður blómvöndur og hún hyllt með lófataki fyrir frumkvæði sitt, þrautseigju við að koma félaginu á stofn og ötult starf í 10 ár.