Heiðursfélagi U3A Reykjavík

Ingibjörg kjörin heiðursfélagi 25.mars 2025

Á aðalfundi 25. mars 2025 var Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir kjörin fyrsti heiðursfélagi U3A Reykjavík. Ingibjörg stofnaði U3A eða Háskóla þriðja æviskeiðsins á Íslandi árið 2012 ásamt þeim Ásdísi Skúladóttur, Lilju Ólafsdóttur og Helgu Margréti Guðmundsdóttur. Áður hafði hún kynnt sér Universities of the Third Age með því m.a. að taka þátt í heimsráðstefnu Samtaka U3A félaga sem haldin var í Indlandi 2010. Ingibjörg var formaður U3A Reykjavík fyrstu árin sem félagið starfaði og sat í stjórn allt til ársins 2019.

Ingibjörg hefur sýnt í starfi sínu fyrir U3A Reykjavík að hún er sannur frumkvöðull, hún hefur komið mörgum verkefnum af stað með hugmyndaauðgi og áræðni og fylgt þeim eftir til árangurs. Má þar nefna mörg Evrópusamstarfsverkefni og Vöruhús tækifæranna sem starfaði innan U3A með sérstakri stjórn allt til ársins 2024.

Scroll to Top
Skip to content