Félagar í U3A Reykjavík komu saman á fundi í Hæðargarði 31 í gær þriðjudag 3. september og ræddu dagskrá komandi vetrar. þetta er hefðbundið upphaf vetrarstarfsins til að fá fram hugmyndir og tillögur félagsfólks að viðfangsefnum, fyrirlestrum, námskeiðum og heimsóknum. Fundurinn var vel sóttur, í salnum voru rúmlega 50 manns og umræður fjörugar. Fjölbreyttar hugmyndir voru settar fram, einn hópur vill fræðast um silkileiðina og annar um alþjóðastjórnmál, stungið var upp á reglulegum gönguferðum og heimsóknum á listasöfn, umræðu um vindmyllur og um skógrækt svo eitthvað sé nefnt af fjölmörgum tillögum sem settar voru á blað. Það er ljóst að stjórnin hefur úr nógu að moða þegar kemur að því skipuleggja fyrirlestra og hópar, s.s. menningarhópur og umhverfishópur fá einnig hugmyndir að verkefnum og viðburðum.