Vel var mætt á félagsfundinn 6. september. Glaðlegur hópur félagsfólks hlýddi á kynningu á félaginu og Vöruhúsinu. Eftir kynningarnar var farið í umræður og fundarfólk setti fram sínar hugmyndir um viðburði og fyrirlestra. Þannig verður til hugmyndalisti sem stjórnin vinnur síðan með og hrindir í framkvæmd eins og kostur er.
Meðal þess sem kom fram voru eftirfarandi hugmyndir:
- Skiptinemar milli Vesturheims og Íslands segi frá reynslu sinni
- Erindi um áhrif tónlistar á fólk
- Stríðið í Úkraínu – gjarnan fleiri en eitt erindi (höfðar til karla!)
- Saga Reykjaneselda – Þorvaldur Þórðarson
- Erindi um norðurljósin (+ ferð)
- Hótel Holt – leiðsögn og skoðun listaverka
- Hópferð á tónleika eða leikhús
- Stuttar ferðir/gönguferðir í nærumhverfinu
Stjórnin hefur því úr nægu að moða þegar skipuleggja á komandi viðburði. Vakin er athygli á að einnig má senda stjórninni hugmyndir á fésbókarsíðu félagsins .
Kærar þakkir fyrir ykkar framlag
Stjórn U3A Reykjavík