Aðalfundur 25. mars 2025, fundargerð

Fundargerð aðalfundar U3A Reykjavík


25. mars 2025 kl. 16:30, Hæðargarði 31
Mæting: Mættir voru 31 félagi

Fundargerðin sem PDF-skjal

1. Setning fundar
Formaður Hjördís Hendriksdóttir, setti fund og bauð fundargesti velkomna.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 
Formaður gerði tillögu um fundarstjóra Lilju Ólafsdóttir og fundarritara Emmu Eyþórsdóttur Tillaga formanns samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar
Formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar.  Skýrslan verður  birt á heimasíðu U3A.  Ekki verður orðlengt um skýrsluna í fundargerð en örfá atriði talin upp.

  • Stjórn fundaði 11 sinnum á starfsárinu. 
  • Félögum fjölgaði um 123 á árinu.
  • Haldin voru 24 þriðjudagserindi og langflestum þeirra streymt á netinu.
  • Menningarhópur stóð fyrir sex viðburðum sem voru vel sóttir.
  • Fréttabréf kom út 10 sinnum, sent með tölvupósti til félagsmanna og birt vefsíðu.
  • Umhverfishópur hefur verið virkur og staðið að erindum og málþingum.
  • Kynningarstarf innanlands felst í fréttabréfi og virkri heimasíðu ásamt beinum kynningum fyrir valda hópa. 
  • Stjórn U3A á fulltrúa í öldungaráði Reykjavíkur.
  • Félagið er aðili að alþjóðasamtökum U3A
  • Starfið framundan verður með svipuðu móti og verið hefur, með áherslu á virkni félaga.  Unnið er að þýðingu vefsíðunnar á ensku og pólsku, sem er ekki lokið.

Að lokum þakkaði formaður öllum sem lagt hafa hönd á plóg og haldið starfinu gangandi.  Öll sú vinna er unnin í sjálfboðastarfi. Einnig þakkaði hún húsráðendum að Hæðargarði 31 fyrir ákaflega gott samstarf.

Skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða.

4. Reikningar félagsins lagðir fram og bornir upp til samþykktar
Guðrún Bjarnadóttir gjaldkeri kynnti reikningana sem eru einnig birtir á vefsíðu U3A. Rekstrarafgangur var 7.054.250.

Eignir í árslok eru 13.320.117. Þar eru innifaldir styrkir sem veittir voru til þýðingar á vefsíðum, sem ekki er búið að nota. 

Rekstri Vöruhúss tækifæranna sem sérstakri rekstrareiningu var hætt á árinu.

Reikningar U3A voru samþykktir samhljóða.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
Spurt var um möguleika á endurnýjun tæknibúnaðar við útsendingar í ljósi góðrar fjárhagsstöðu.
Gjaldkeri greindi frá því að töluverð endurnýjun hefði orðið árið 2024.  Unnið verður áfram að endurbótum en þar sem félagið á ekki húsnæðið eru möguleikar á fjárfestingum í tæknibúnaði takmarkaðir.

6. Ákvörðun árgjalds.
Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald, kr. 3000 var samþykkt samhljóða.

7. Breytingar á samþykktum.
Engar tillögur voru um breytingar á samþykktum félagsins.

8. Kosning formanns, stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
Formaður Hjördís Hendriksdóttir var kosin til eins árs 2024 og gefur kost á sér áfram.  Hún var endurkosin með lófataki.

Guðrún Bjarnadóttir var kosin til tveggja ára 2023 og gengur úr stjórn.
Þórleif Drífa Jónsdóttir Einar Sveinn Árnason, Stefanía Traustadóttir og Vigdís Pálsdóttir hafa lokið fyrra ári af tveggja ára kjörtímabili og sitja áfram í stjórn.

Birna Sigurjónsdóttir og Jón Ragnar Höskuldsson gefa kost á sér í stjórn til tveggja ára.

Varamenn í stjórn þau Hans Kristján Guðmundsson og Emma Eyþórsdóttir gefa kost á sér áfram til tveggja ára.

Tillaga um skipun stjórnar U3A 2025-2026 er því:

  • Hjördís Hendriksdóttir, formaður
  • Þórleif Drífa Jónsdóttir
  • Einar Sveinn Árnason
  • Stefanía Traustadóttir
  • Vigdís Pálsdóttir
  • Birna Sigurjónsdóttir
  • Jón Ragnar Höskuldsson.

Varamenn í stjórn: 

  • Emma Eyþórsdóttir
  • Hans Kristján Guðmundsson

Tillagan samþykkt samhljóða.

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir, þau 

  • Lilja Ólafsdóttir
  • Gylfi Þór Einarsson
  • Þórleifur Jónsson til vara

9. Önnur mál. 

a. Kjör heiðursfélaga

Formaður gerði grein fyrir tillögu stjórnar um að Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir verði kosin fyrsti heiðursfélagi U3A.  Samþykktir gera ráð fyrir leynilegri atkvæðagreiðslu um kjör heiðursfélaga og var kjörseðlum dreift meðal fundarmanna.  Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema tveimur.

Formaður gerði síðan stutta grein fyrir frumkvöðulsstarfi Ingibjargar varðandi stofnun U3A og starfsemi félagsins frá upphafi til þessa dags.  Ingibjörg fékk afhent heiðurskjal og blóm.

b. Þakkir

Formaður þakkaði Guðrúnu Bjarnadóttur fyrir gott starf í stjórn U3A og afhenti henni blóm í þakkarskyni.

c. Umræður um starf U3A

Hans Kristján Guðmundsson hrósaði góðu gengi U3A og miklum áhuga á starfinu sem m.a. kemur fram í því að viðburðir og ferðalög eru gjarnan eru uppbókuð með löngum fyrirvara.  Hann hvatti félaga til að leggja til efni í fréttabréfið sem kemur út mánaðarlega.

Fram kom tillaga um að fá Magnús Tuma Guðmundsson til að flytja yfirlitsfyrirlestur um eldsumbrotin á Reykjanesskaga.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 17:40

Fundarritari Emma Eyþórsdóttir

 
Scroll to Top
Skip to content