Þegar Reykjavík var franskur fiskibær
Þegar Reykjavík var franskur fiskibær. Franskir sjómenn í Reykjavík um aldamótin 1900
Íris Ellenberger fjallar um yfirstandandi rannsóknir hennar á frönskum sjómönnum í Reykjavík um aldamótin 1900, samskipti þeirra bæjarbúa og framlag þeirra til reykvískrar bæjarmenningar.
Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir 500 kr. sem greiðist í reiðufé við innganginn
Staður og stund: Hæðargarður 31, kl. 16:30 þriðjudaginn 11. febrúar 2020.
Skráning nauðsynleg
Íris Ellenberger er sagnfræðingur sem starfar á sviði sögu fólksflutninga, þvermenningarlegrar sögu og sögu kynverundar með áherslu á hinsegin sagnfræði. Doktorsritgerð Írisar frá 2013 fjallar um samfélagslega stöðu danskra innflytjenda á Íslandi á árunum 1900–1970 og hvernig hún breyttist með auknu sjálfsforræði Íslendinga, sterkari þjóðernishyggju og meðfylgjandi tilhneigingu til að draga skarpari línur milli Íslendinga og annarra.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 11.02.2020
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
Verð
- ISK500
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30