Gönguleið í náttúrunni í Elliðaárdal
Fimmtudag 8. september kl. 11:00 verður farin ganga í náttúrunni í Elliðaárdal.
Leiðsögumaður er Birgir Jónsson.
Upphaf göngunnar er við stöðvarhús Elliðaárvirkjunar í Elliðaárdal.
Á göngunni um náttúruna í Elliðaárdal verður meðal annars skoðuð hraunmyndun, „Indjánagilið“, fylgt gömlu þjóðleiðinni til Reykjavíkur og komið við í Árbæjarsafni.
Gangan hefst við stöðvarhús Elliðaárvirkjunar í Elliðaárdal og henni lýkur rétt fyrir neðan Reiðskarð við heimili og vinnustofu eins þekktasta listmálara landsins af yngri kynslóðinni, Georgs Guðna heitins. Gangan er um 4,8 km að lengd og miðlungs erfið. Gott bílastæði er við upphafsreit og strætó nr. 24 stoppar við Árbæjarsafn. Þátttakendur geta aðeins verið 25 talsins og er því nauðsynlegt að skrá sig í gönguna.
Þessi ganga var áður farin á vegum U3A Reykjavík sl. vor.
Gangan er ein af fimm íslenskum leiðum sem voru skráðar með Wikiloc appinu í alþjóðlega HeiM verkefninu sem U3A Reykjavík tók þátt í. Hönnuðir leiðar um náttúruna í Elliðaárdal eru Birgir Jónsson og Dagrún Þórðardóttir. Nánari upplýsingar um leiðina er að finna á þessari slóð
Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur og stærsta græna svæðið í borginni. Dalurinn býður upp á fjölbreytt umhverfi hvað varðar landslag, jarðfræði, fugla, fisk og gróður, en Elliðaárnar eru þó þungamiðja svæðisins. Í dalinn leitar fjöldi fólks allt árið, sérstaklega úr hverfunum í nágrenninu. Í norðurjaðri dalsins er Árbæjarsafn, sem er byggðasafn Reykjavíkur, staðsett á býlinu Árbæ, þar sem var rekin gisti og veitingaþjónusta um aldir, fyrir bændur, sem voru að reka kvikfé til Reykjavíkur til slátrunar, ásamt því að selja aðrar afurðir.
Staðsetning
Dagur
- 08.09.2022
- Expired!
Tími
- 11:00 - 13:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30