Aldrei of seint!

Við vekjum athygli á stórskemmtilegu og fræðandi viðtali Sigurlaugar Jónasdóttur 3. febrúar síðastliðinn í þættinum “Segðu mér” á Rás 1 við kjarnakonurnar Birnu Halldórsdóttur og Ingibjörgu Rannveigu Guðlaugsdóttur, félaga í U3A Reykjavík. Viðtalið var  í tilefni af kynningarátaki Vöruhúss tækifæranna og U3A Reykjavík þar sem brugðið er ljósi á tækifæri og mannauð efri áranna.

Ingibjörg Rannveig, sem m.a. var frumkvöðull að stofnun U3A Reykjavík og Vöruhúss tækifæranna, og Birna, sem var m.a virk í HeiM verkefni U3A um gönguleiðir að menningararfinum, eru frábærar fyrirmyndir um það að það er aldrei of seint að breyta til, þora, láta drauma rætast og hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd.

Hér fylgisr slóð á viðtalið sem má nálgast í sarpi Rúv:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/segdu-mer/24558/7hqbj7

Scroll to Top
Skip to content