Jólakveðja til félagsmanna

Kæru félagsmenn U3A Reykjavík

Stjórn U3A er komin í jólagírinn og sendir félagsmönnum óskir um góðar stundir á aðventu og gleðilega jólahátíð.

Á aðventu gerum við hlé á viðburðum en tökum upp þráðinn í janúar með fjölbreyttum fyrirlestrum, sá fyrsti verður þriðjudaginn 11. janúar og þá ætlar Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur að koma til okkar og ræða stöðu í Covid faraldrinum. Fimmtudaginn 13. janúar heldur áfram námskeið Jóns Björnssonar og Þorleifs Friðrikssonar um Gyðinga, siði, sögu og menningu. Allir viðburðir verða auglýstir með góðum fyrirvara.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Stjórn U3A Reykjavík

 

Dagur

24.12.2021
Expired!

Tími

17:00 - 18:00

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content