Spjallbotti er þýðing á enska orðinu Chatbot sem er samheiti fyrir samskiptamiðla við s.k. gervigreind, t.d.
- CharGPT frá OpenAI
- Gemini frá Google
- Copilot frá Microsoft
Á döfinni eru kynningar í október, ætlaðar byrjendum sem enga reynslu hafa á þessu sviði en hafa áhuga og geta fótað sig í á vöfrum internetsins.
Fljótlega verður sent til félaga U3A Reykjavík skráningarform með sama sniði og tilkynningar um viðburði, þar sem áhugasamir geta skráð sig.
Aðeins er hægt að taka á móti 20 manns hverju sinni, en bætt við kynningum ef eftirspurn verður.
Ekki verður tekið á móti öðrum en þeim sem hafa skráð sig og fengið staðfestingu.