Íslenski sjávarklasinn
Þriðjudaginn 28. janúar kl. 16:30 mun Vilhjálmur Jens Árnason flytja fyrirlestur um Íslenska sjávarklasann ehf. Íslenski sjávarklasinn er fyrirtæki og viðskiptahraðall sem á víðtækt samstarf við fjölda nýsköpunarfyrirtækja í bláa hagkerfinu; útvegar þeim aðstöðu, styrkir tengslanet þeirra, miðlar þekkingu og fjárfestir í sprotum. Eitt helsta markmið Sjávarklasans er að stuðla að 100% nýtingu gegnum verkefnið 100% fiskur. Samstarf íslenskra fyrirtækja, tengdum sjávarútvegi, frumkvöðla og rannsóknarstofnanna um nýsköpun og þróun á vörum úr hausum, beinum, innyflum og roði hafa skapað mikil verðmæti, en í dag nýtir bláa hagkerfið á Íslandi allt að 90% af veiddum fiski. Til samanburðar er meðalnýting þorsks í ýmsum nágrannalöndum okkar rétt yfir 50%, þetta þýðir að um helmingur af þyngd hvers fisks fer til spillis í framleiðsluferlinu. Markmið verkefnisins um 100% fisk er að stuðla að enn frekari þróun í nýtingu, miðla þekkingu og auka samstarf milli sjávarútvegsfyrirtækja, stofnana, frumkvöðla og ungs fólks hér á landi og erlendis til að auka verðmæti afurða úr hafi og vötnum.
Vilhjálmur Jens hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík, BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og er með MSc gráðu í heimspeki frá Edinborgarháskóla. Vilhjálmur tók þátt í undirbúningi að stofnun Sjávarklasans. Í dag starfar Vilhjálmur sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Íslenska sjávarklasanum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 28.01.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Vilhjálmur Jens Árnasonráðgjafi
Vilhjálmur Jens hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík, BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og er með MSc gráðu í heimspeki frá Edinborgarháskóla.
Næsti viðburður
- FERÐ TIL FÆREYJA VORIÐ 2025 – UPPBÓKAÐ
-
Dagur
- 02 jún 2025