Námskeið til undirbúnings haustferð til Tyrklands
Ferðahópur U3A Reykjavík og Söguferða
Námskeið til undirbúnings Tyrklandsferð á vegum U3A og Söguferða haustið 2024 verður haldið í Hæðargarði 31 kl. 16:30 dagana: 22., 27. og 29. ágúst og kl. 18:15 þ. 3. september. Fyrirlesari er Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur.
Í fyrsta hlutanum 22. ágúst verður fjallað um Tyrkland almennt, borgina Istanbúl, merkisstaði í nágrenni hennar og elstu sögu Anatólíu/Litlu Asíu.
Í öðrum hluta 27. ágúst verður fjallað um býsanska tímbilið 330 – 1453 þegar Konstantínópel var höfuðborg aust-rómverska ríkisins.
Þriðji hlutinn 29. ágúst hefst á því er Tyrkir/Osmanar hertóku Konstantínópel gerðu hana að höfuðborg Ottomanaríkisins árið 1453, og rekur síðan söguna Tyrklands til nútímans.
Í fjórða hlutanum 3. sept. verður sagt frá nokkrum helstu sögustöðum og mannvirkjum sem skoðuð verða; svo sem Top Kapi, Hagia Sophia, Grand Bazar, Kappadókia o.fl.
Námskeiðin eru haldin að Hæðargarði 31 kl 16.30 til 17.45 af Jóni Björnssyni. Athugið breyttan tíma síðasta námskeiðsdaginn 3. september kl. 18:15-19:30
Námskeiðin er haldin fyrst og fremst fyrir þá sem ætla í væntanlega haustferð U3A til Tyrklands, en annars opin öllum sem áhuga hafa.
með kveðju frá ferðanefnd
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 22.08.2024
- Expired!
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30