Rafmagnaðir peningar
Ásgeir Brynjar Torfason flytur erindi um Bitcoin og rafmyntir fyrir U3A Reykjavík þriðjudaginn 1. nóvember kl. 16:30.
Svokallaðar rafmyntir eins og Bitcoin eru alls ekki nýr gjaldmiðill heldur sveiflukenndar sýndareignir, sem eru til í þúsundum mismunandi útgáfum, sem eru alls ekki peningar.
Þessir fjármálagjörningar eru sýndareignir sem þarf að skoða sem áhættusama fjárfestingu þar sem hið undirliggjandi verðmæti er ákaflega óljóst. Í fyrirlestrinum verður einnig fjallað um eðli peninga og tækniþróun, ásamt því að peningakerfi landa og hið alþjóðlega fjármálakerfi verða sett í samhengi við tækniþróun og nauðsynlega umgjörð laga og reglna.
Ásgeir Brynjar Torfason er með doktorspróf í fjármálum og reikningshaldi frá Gautaborgarháskóla árið 2014 þar sem doktorsritgerð hans fjallaði um sjóðsstreymi og efnahag banka en rannsóknirnar hans þar í borg sneru einnig að fasteignum sem langtímafjárfestingu og tengir þannig fjármagnsflæði og raunhagkerfið. Eftir nám starfaði hann sem lektor í viðskiptafræði við Háskóla Ísland í fimm ár en hafði áður unnið þar í stjórnsýslunni sem skrifstofustjóri rekstrar og framkvæmdasviðs auk þess að vera fyrsti framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ. Ásgeir Brynjar lauk MBA prófi í stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Ósló árið 2001 en upphaflega nam hann heimspeki og hagfræði við Háskóla Íslands á síðasta áratug síðustu aldar. Síðastliðinn sex ár sat Ásgeir Brynjar í fjármálaráði sem veitir óháð álit á árlegum fjármálaáætlunum og fjármálastefnu hverrar ríkisstjórnar um opinber fjármál sem saman mynda vissa umgjörð stefnumörkunar fyrir gerð fjárlaga hvers árs.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 01.11.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ásgeir Brynjar Torfasondoktor í viðskiptafræði
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30