Netöryggi í stafrænum heimi – Mikilvæg atriði varðandi netnotkun eldri borgara
Skúli Bragi Geirdal, verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd, kynnir í sínu erindi, þann 14. febrúar, starfsemi Fjölmiðlanefndar og varpar fram tölfræði úr rannsóknum nefndarinnar með sérstakri áherslu á aldurshópinn 60+. Margt í þeim niðurstöðum getur gefið mynd af okkar stafræna umhverfi, hvað þarf að varast og hafa í huga. Hann tekur glaður við fyrirspurnum og spurningum, og svarar eftir bestu getu, enda hefur hann áhuga á að kynnast reynslu okkar aldurshóps af fjölmiðlum og miðlalæsi.
Skúli hóf störf hjá Fjölmiðlanefnd árið 2021. Hann er fjölmiðlafræðingur að mennt, ásamt því að hafa stundað nám við grafíska hönnun í Myndlistarskólanum á Akureyri. Hann hefur starfað við dagskrárgerð, ritstjórn og hönnun og komið að gerð um 400 sjónvarpsþátta. Hann hefur einnig annast stundakennslu í fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri og komið að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 14.02.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
Næsti viðburður
- Samsæriskenningar
-
Dagur
- 08 okt 2024
-
Tími
- 16:30