Málstofa umhverfishóps: Umhverfi og heilsa

Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 kl. 16:30 verður haldin í Hæðargarði 31 málstofa um umhverfi og heilsu að frumkvæði umhverfishóps U3A Reykjavík.

Flutt verða tvö erindi, Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar fjallar um loftgæði í Reykjavík. Síðara erindið flytur Þórarinn Gíslason lungnalæknir og prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann nefnir erindi sitt: Umhverfi og heilsa – aðkoma lungnalæknis í aldarþriðjung.

Svava Svanborg Steinarsdóttir er heilbrigðisfulltrúi og verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, MSc. í líffræði og MSc. í opinberri stjórnsýslu. Svava hefur unnið við heilbrigðiseftirlit í 24 ár, þar af síðustu 10 ár í einingu vöktunar sem m.a. vaktar og verndar loftgæði, vatnsgæði og gæði strandsjávar í Reykjavík. Meðal annarra verkefna er eftirlit með hávaða, jarðvegsmengun og fráveitu, auk fjölbreyttra verkefna á sviði stjórnsýslu.

Þórarinn Gíslason er lungnalæknir og prófessor emeritus við Læknadeild  Háskóla Íslands, Þórarinn hefur víðtæka, áratuga reynslu sem lungnalæknir og mikilsvirtur vísindamaður. Hann hefur m.a. tekið virkan þátt í fjölda innlendra og fjölþjóðlegra rannsóknaverkefna á sínu sviði.

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

13.02.2024
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesarar

  • Svava S. Steinarsdóttir
    Svava S. Steinarsdóttir
    heilbrigðisfulltrúi

    Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi og verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, MSc. í líffræði og MSc. í opinberri stjórnsýslu. Svava hefur unnið við heilbrigðiseftirlit í 24 ár, þar af síðustu 10 ár í einingu vöktunar sem m.a. vaktar og verndar loftgæði, vatnsgæði og gæði strandsjávar í Reykjavík. Meðal annarra verkefna er eftirlit með hávaða, jarðvegsmengun og fráveitu, auk fjölbreyttra verkefna á sviði stjórnsýslu.

  • Þórarinn Gíslason
    Þórarinn Gíslason
    lungnalæknir og prófessor emeritus

    Þórarinn Gíslason er lungnalæknir og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, hann hefur um þriggja áratuga skeið stundað lungnalækningar og rannsóknir á kæfisvefni og langvinnri lungnaþembu.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content