Innflytjendalandið Ísland

Þriðjudaginn 2. febrúar fjallar Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur um Innflytjendalandið Ísland, þ.e. íslenskt samfélag sem hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu innflytjenda. Fyrir aldarfjórðungi voru þeir hverfandi fáir, í dag væri ógerningur að reka samfélagið án þessara ríflega sextíu þúsund karla og kvenna, sem sest hafa hér að. Innflytjendur geta verið án okkar heimamanna en getum við verið án þeirra? Hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi? Er íslenskt samfélag opið gagnvart innflytjendum?
Í erindinu verður leitað svara við þessum spurningum og fleirum. Rýnt verður fólkið á bak við tölfræðina, hvaðan það kemur og hvers vegna. Skoðuð verða áhrif þeirra á vinnumarkaðinn, hagkerfið, menninguna já og samfélagið, nú og til framtíðar

Ljósmynd: Alda Lóa Leifsdóttir

Vefstreymi

Staðsetning

Vefstreymi

Dagur

02.02.2021
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Hallfríður Þórarinsdóttir
    Hallfríður Þórarinsdóttir
    mannfræðingur

    Hallfríður er með doktorspróf í menningarmannfræði frá The New School for Social Research í New York borg þar sem hún bjó um langt skeið. Auk faglegrar þekkingar á fjöl/margmenningu og þeim áskorunum og auði, sem henni fylgja hefur Hallfríður líka reynslu af búsetu í Frakklandi og Svíþjóð ásamt búsetu vestan hafs að ógleymdri búsetu víðsvegar á landsbyggðinni.
    Hallfríður er framkvæmdastjóri Mirru, (mirra.is | Fræðslu og rannsóknarsetur) þar sem málefni innflytjenda og alþjóðlegir fólksflutningar eru í brennidepli. Hún hefur um langt árabil stundað kennslu og rannsóknir á innflytjendum og margmenningu á Íslandi, tekið þátt í rannsóknarsamstarfi innanlands og alþjóðlega og haldið fjölmarga fyrirlestra í því sambandi bæði heima og erlendis

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content