Jafnvægi og jafnvægisþjálfun. Dr. Bergþóra Baldursdóttir

Í þessum fyrirlestri mun dr. Bergþóra Baldursdóttir fjalla um jafnvægisstjórnun, aldurstengdar breytingar á jafnvægi og mikilvægi þess að þjálfa jafnvægið sérstaklega með hækkandi aldri.

Hún mun kynna skynörvandi jafnvægisþjálfun sem beinist að því að örva nýtingu skyns í fótum, starfsemi jafnvægiskerfis í innra eyra, samþættingu skynupplýsinga í miðtaugakerfinu og þjálfa sérstaklega fallviðbrögð. Þetta er þjálfunaraðferð sem Bergþóra þróaði ásamt dr. Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttur í sjúkraþjálfun á Landakoti.

Bergþóra Baldursdóttir er sérfræðingur í öldrunarsjúkraþjálfun. Hún starfar á byltu- og beinverndarmóttöku á Landakoti og er verkefnastjóri byltuvarna á Landspítala. Jafnframt sinnir hún stundakennslu við læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst jafnvægisstjórnun, þjálfun jafnvægis og forvörnum byltna. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún áhrif skynörvandi jafnvægisþjálfunar á meðal óstöðugs eldra fólks og 50-75 ára einstaklinga sem höfðu dottið og úlnliðsbrotnað. Jafnframt rannsakaði hún hvað einkenndi þá sem höfðu dottið og úlnliðsbrotnað.

Vefstreymi

Staðsetning

Vefstreymi

Dagur

24.11.2020
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content