ADHD meðal eldra fólks
Þriðjudag 5. október fjallar Sólveig Ásgrímsdóttir um hvernig ADHD birtist hjá eldra fólki. Hún leitast við að svara spurningunum: Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki? Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki? Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna?
Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók.
Sjaldan er litið til þess að ADHD geti verið vandi hjá t.d. 60 ára einstaklingi sem á við kvíða og þunglyndi að stríða og er oft eins og úti á þekju. Oft er litið á að um sé að ræða aldurstengd vandamál jafnvel sem byrjandi elliglöp. Þó það geti þetta verið rétt, er full ástæða til að meta hvort ADHD geti legið að baki og vinna út frá því.
Sólveig Ásgrímsdóttir er sálfræðingur og brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og hefur m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku um ADHD og unglinga sem nýlega fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 05.10.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Sólveig Ásgrímsdóttirsálfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30