Menningarhópur heimsótti Hótel Holt miðvikudaginn 23. nóvember. Geirlaug Þorvaldsdóttir tók á móti hópnum og rakti sögur sem tengjast málverkum sem þekja veggi allra rýma hótelsins. Þar má sjá verk eftir nær alla þekkta íslenska listamenn sem hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir söfnuðu. Eitt herbergi er tileinkað verkinu: Lífshlaup sem Kjarval málaði á veggi herbergis síns. Safn Þorvalds og Ingibjargar er nú í eigu Listasafns Íslands.
Eftir skoðun settumst við niður og nutum veitinga sem sonur Geirlaugar Þorvaldur sá um.
Þessi heimsókn verður endurtekin á vordögum vegna mikillar eftirspurnar.